22.5.2010

Laugardagur, 22. 05. 10.

Héldum í Fljótshlíðina og jókst öskuryk eftir því sem við nálguðumst Eyjafjallajökul. Hjá okkur er aska greinileg á stéttum og hún lagðist á bílinn síðdegis. Ég sló. Er talsverð aska í grassverðinum.

Við ókum inn eftir hlíðinni og varð askan meiri eftir því sem austar dró. Fyrir austan fremst bæinn, Fljótsdal, hafði askan breytt veginum, þar sem áður var gróf braut var nú þétt svört, greiðfær leið. Dökkgrá eða svört slikja var yfir öllu og tré Öskugróðurvoru draugaleg.

Helst datt manni í hug, að þeir, sem vildu safna raunverulegum bútum til að nota í kvikmynd um heimsenda, gætu náð sér í gott efni þarna.