21.5.2010

Föstudagur, 21. 05. 10.

Nú sýnir könnun Stöðvar 2, að Besti flokkurinn fái hreinan meirihluta í bogarstjórn Reykjavíkur, 44% og átta menn. Yrðu úrslitin þessi, væri um einstök og söguleg tímamót í íslenskum stjórnmálum og við stjórn Reykjavíkurborgar að ræða. Nú hlýtur sú krafa að verða gerð til frambjóðenda Besta flokksins síðustu daga fyrir kjördag, að þeir leggi spilin á borðið, svo að fyrir liggi, hvernig þeir hyggist taka á stjórn borgarmálefna.

Ég ritaði í dag pistil á www.evropuvaktin.is, sem ég setti einnig hér á síðuna. Heimsóknir á Evrópuvaktina aukast jafnt og þétt. Þar er meira sagt frá því, sem er að gerast varðandi evruna og pólitísk hitamál á vettvangi ESB en í nokkrum öðrum íslenskum fjölmiðli.