18.5.2010

Þriðjudagur, 18. 05. 10.

Icelandair-vélin, sem átti að fara frá Kaupmannahöfn síðdegis í gær, hóf sig ekki á loft frá Kastrup-flugvelli fyrr en rétt um sjö-leytið í morgun. Farþegarnir  komu til innritunar í flugstöðinni milli fjögur og hálf-fimm um morguninn. Innritun hófst með einum starfsmanni klukkan hálf-fimm en skriður komst ekki á hana fyrr en klukkan fimm. Við lentum á Kfelavíkurflugvelli klukkan rétt um átta í morgun á íslenskum tíma eftir þriggja tíma þægilegt flug.