Föstudagur, 14. 05. 10.
Það sýnir, hve mildilegum tökum fjölmiðlar taka Jóhönnu, að ekki skuli rifjað upp, hve mikla áherslu hún lagði á þetta óskamál sitt fyrir fáeinum dögum, mál, sem nú er að sjálfsögðu orðið að engu, því að það virðist frekar byggt á skemmdarfýsn en málefnalegum grunni.
Sú skoðun, að stækkun ráðuneyta, uppsögn ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra og að setja ólíka málaflokka í sama pott, bæti og styrki stjórnsýsluna er alröng. Hún er ekki byggð á faglegu mati á því verki, sem stjórnarráðsstarfsmenn hafa skilað. Að nota hrun fjármálakerfisins sem mælikvarða á allt stjórnarráðið eða stofnanir ríkisins er fráleitt.