2.5.2010

Sunnudagur, 02. 05. 10.

Snemma í morgun var Eyjafjallajökull hreinn af öðru en gufu- og öskumekkinum. Gufumökkurinn lagði norður og niður jökulinn. Öskuna lagðiGosmynd að morgni2. maí í suðaustur. Einkennilegt var að sjá sveiflurnar, einkum í gjóskunni, sem lagði stundum hátt til himins en hvarf síðan næstum. Þegar leið á morguninn lagðist skýja hula að jöklinum, eins og verið hefur lengst af, frá því að gosið hófst fyrir tæpum tveimur vikum.