23.4.2010

Föstudagur, 23. 04. 10.

Ræddi í síma við nágranna minn í Fljótshlíðinni, sem sagðist ekki hafa orðið var við öskufall, þótt vindáttin gæti leitt til þess. Konan sín hefði sett út disk en ekki hefði sest nein aska á hann. Sér sýndist, að Tindfjöllin hefðu fengið á sig dekkri lit, svo að kannski hefði borist aska þangað.