Mánudagur, 05. 04. 10.
Ritaði í dag pistil hér á síðuna um hótun Álfheiðar Ingadóttur í garð Steingríms Ara Arasonar fyrir, að hann leitaði álits ríkisendurskoðanda á skilyrðum, sem setja ætti vegna fjárgreiðslna á grundvelli reglugerðar, sem Álfheiður setti. Hótun Álfheiðar er líklega einstök síðan stjórnsýslulög voru sett hér á landi og þótt farið yrði lengra aftur.
Ég vek jafnframt athygli á, hve sérkennilegt er, að dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, telji sér sæma að tjá sig um þetta mál sem óhlutdrægur álitsgjafi. Hún sótti um embætti Steingríms Ara á móti honum á sínum tíma.