3.4.2010

Laugardagur, 03. 04. 10.

Í gærkvöldi var sýnd mynd um Bobby Fisher í sjónvarpinu. Snerist hún um komu hans hingað til lands og veitingu íslensks ríkisborgararéttar. Myndin var einkennileg að allri gerð og fyrir þá, sem ekki vissu eitthvað um málið, hefur hún varla sagt mikið um það, sem raunverulega gerðist.