Fimmtudagur, 04. 03. 10.
Fór rúmlega 10.00 í Laugardalshöll og kaus utan kjörstaðar vegna Icesave. Nokkur hópur fólks var þá á kjörstað, sem var opnaður klukkan 10.00.
Loks nú sagði Steingrímur J. á þingi, að kosningin 6. mars yrði. Til þessa dags hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar lifað í þeirri trú, að þeir gætu komist undan atkvæðagreiðslunni.
Skrifaði pistil um rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar prófessors vegna sérstaks saksóknara.