8.2.2010

Mánudagur, 08. 02. 10.

Hér má sjá þátt minn á ÍNN, þegar ég ræddi við Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmann, um Icesave og greinar hans og Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessors, um lögfræðilega hlið málsins. Þeir hafa fært rök fyrir því, að ekki hvíli nein lagaskylda á okkur Íslendingum gagnvart innistæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Stjórnvöld þar hafa ekki heldur hótað íslenska ríkinu málssókn vegna Icesave.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, verður gestur minn á ÍNN nk. miðvikudag klukkan 21.30. Viðræður okkar snúast um atvinnumál, enda er vegið að atvinnugreinum í Suðurkjördæmi með stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J.