16.1.2010

Laugardagur, 16. 01. 10.

Hér er krækja á þáttinni Í vikulokin  á rás 1 í dag, þar sem ég var með Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrv. alþingismanni, Guðna Ágústssyni, fyrrv. ráðherra, og ræddum við fréttir vikunnar, að sjálfsögði einkum Icesave-fréttir, undir stjórn Freys Eyjólfssonar.

Klukkann 17.30 var ég í Garðakirkju, þar sem Skálholtskvartettinn flutti Sjö síðustu orð Krists á krossinum eftir Joseph Haydn. Voru tónleikarnir í minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara.

Sagt er frá því sem stórfrétt, að flokksráð vinstri-grænna styðji ríkisstjórnina og samstarfið við Samfylkinguna. Flokkurinn styður þó ekki höfuðmál Samfylkingarinnar, aðild að Evrópusambandinu. Er líklega einsdæmi, að tveggja flokka ríkisstjórn sé klofin ofan í rót en standi samt í aðildarferli að ESB. Þetta sannar enn, hve stjórnarhættir hér eru á skjön við allt, sem venjulegt er. Stafar þetta af þrá flokkanna til að halda í völdin, hvað sem það kostar.