9.1.2010

Laugardagur, 09. 01. 10.

Í morgun sótti ég fjölmennan fund Bjarna Benediktssonar um Icesave-málið í Valhöll. Segi ég frá honum í þessum pistli. Augljóst var af fréttum Stöðvar 2 af fundinum, að fréttastofunni stóð ekki á sama um styrk Bjarna og samstöðu sjálfstæðismanna að baki honum. Hið sama kemur fram í bloggi andstæðinga sjálfstæðismanna um fundinn.