15.12.2009

Þriðjudagur, 15. 12. 09.

Niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Capacent Gallup sýna að 64% Reykvíkinga eru ánægð  með störf Hönnu Birnu og af þeim sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru 95% ánægð með störf borgarstjóra. Þetta er verðskulduð niðurstaða fyrir Hönnu Birnu. Stjórn Reykjavikurborgar tók stakkaskiptum, eftir að Hanna Birna settist í stól borgarstjóra.

Niðurstaðan sýnir einhug meðal sjálfstæðismanna um, að Hanna Birna skipi forystusæti í borgarstjórnarkosningunum og hin víðtæka ánægja með störf hennar er gott veganesti í væntanlegri kosningabaráttu.

Hanna Birna tekur á málum á allt annan hátt en Jóhanna Sigurðardóttir og hennar lið á alþingi. Jóhanna og Steingrímur J. hækka skatta í stað þess að takast á við útgjöldin. Hanna Birna ræðst markvisst í sparnað en hækkar ekki útsvarið.