5.12.2009

Laugardagur, 05.12.09

Samkomulag hefur tekist um að ljúka 2. umræðu um Icesave-málið á þingi og leita álits breskra lögfræðinga á því auk þess sem fjárlaganefnd kanni sérstaklega atriði, sem stjórnarandstaðan telur enn órannsökuð. Að sjálfsögðu varð ríkisstjórnin að koma til móts við stjórnarandstöðuna. Hið einkennilega er, hve það tekur Jóhönnu og Steingrím J. langan tíma að átta sig á stöðu mála.

Þegar R-listinn komst til valda í Reykjavíkurborg eyðilagði hann hið virka stjórnkerfi borgarinnar af heift í garð Sjálfstæðisflokksins. Nú sýnist eitthvað svipað í uppsiglingu varðandi stjórnarráðið. Fólki án þekkingar á innviðum þess er falið að gera tillögur um breytingar. Ekki lofar það góðu um niðurstöðuna.