14.11.2009

Laugardagur, 14. 11. 09.

Miðvikudaginn 11. nóvember ræddi ég við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í þætti mínum á sjónvarpsstöðinni ÍNN, en þáttinn má sjá hér.

Fréttablaðið er nú selt fyrir 100 kr. á Hvolsvelli, ef það fæst. Blaðið hefur hvorki verið fáanlegt þar í dag né gær. Glöggur lesandi vakti athygli mína á því, að auglýsingar í blaðinu kynntu óvenjulega lágt verð í Bónus. Hann gat sér þess til, að Bónusveldið væri að beita öllum ráðum til að draga til sín viðskipti af ótta við nýju verslunina Kost í eigu Jóns Geralds Sullenbergers og fleiri, sem var opnuð í dag.