8.11.2009

Sunnudagur, 08. 11. 09.

Í dag skrifaði ég pistil hér á síðuna í tilefni af hruni Berlínarmúrsins. Fyrir okkur, sem erum fædd eftir stofnun lýðveldis og í stríðslok, er hrun múrsins tákn um þann atburð í mannkynssögunni á okkar dögum, sem verður talinn sögulegastur. Stjórnkerfi, sem stefndi að heimsyfirráðum, hrundi átakalaust til grunna.

Hrun múrsins var til marks um að þætti í stjórnmálasögunni lauk, kommúnisminn leið undir lok. Bankahrunið byggist á hömluleysi þeirra, sem höfðu tækifæri til að reisa sér hurðarás um öxl með ódýru lánsfé og sáust ekki fyrir í græðgi sinni.