19.10.2009

Mánudagur, 19. 10. 09.

Fyrr í sumar var látið eins og þáttaskil yrðu við stjórn efnahagsmála með samþykkt alþingis um aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB).  Nú eru þrír mánuðir liðnir frá þessari samþykkt. Hvað hefur breyst til batnaðar?

Nú er fullyrt, að nýja Icesave-niðurstaðan leiði til gjörbreytinga fyrir Ísland. Bretar og Hollendingar ætli að sleppa hreðjatakinu innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta telur Steingrímur J. mikið heillaskref, þótt hann hafi bæði staðið gegn samstarfi við sjóðinn og samningi um Icesave í stjórnarandstöðu. Hvorugt hafi verið nauðsynlegt.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem genginn er í ESB og lýst hefur sérstökum stuðningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, segir, að Icesave verði að komast aftur fyrir sig, svo að hann geti tryggt, að stöðugleikasáttmálinn virki.