21.9.2009

Mánudagur, 21. 09. 09.

Meðvindur var svo mikill  (200 km) með Icelandair-vélinni til Kaupmannahafnar í morgun, að ferðin tók 2 tíma og 25 mínútur - við fórum á meira en 1000 km hraða að sögn flugstjórans.

Óperuhúsið í Kaupmannahöfn er glæsilegt og sýningin á Eugen Onegin, sem við sáum þar í kvöld, var skemmtileg, uppsetningin eftirminnileg og söngurinn.  Ég er hins vegar ekki aðdáandi tónlistar Peters Tjajkovskijs.