11.9.2009

Föstudagur, 11. 09. 09.

Ræddi við þá félaga í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ég sagðist stoltur af framgangi lögreglunnar við að upplýsa innbrot síðustu daga og nú í dag stórfellt smygl eiturlyfja. Þetta tækist ekki nema með yfirlegu og greiningarstarfi. Auðvitað væri nauðsynlegt að fjölga lögreglumönnum. Þeir, sem væu við störf stæðu sig með miklum ágætum.

Þeir spurðu um fangelsismál. Ég sagði, að unnið hefði verið eftir áætlun um uppbyggingu fangelsa. Við niðurskurð fjárlaga árið 2009 hefði áætlunin raskast. Ég fagnaði því hins vegar, að Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefði viðrað samstarf við einkaaðila um húsnæði fyrir fanga, það er fangelsi. Þetta hefði ég nefnt fyrir nokkru og þá hefðu menn brugðist illa við.

Nú þykir mér eins og meiri skilningur sé á því en áður, að ríkið þurfi ekki endilega að eiga húsnæði, sem nota má sem fangelsi. Að sjálfsögðu skiptir ekki máli, hver er eigandi fangelsa heldur að þau nýtist til að framfylgja lögum og rétti..