Fimmtudagur, 10. 09. 09.
Í dag var þess minnst með hátíðlegri athöfn í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi að 10 ár eru liðin frá því að Listaháskóli Íslands tók til starfa undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar, rektors. Skólinn hefur vaxið og dafnað á þessum áratug og skapað sér sess hér heima og í alþjóðlegu samstarfi. Hugmyndafræðin á bakvið hann rætist þó ekki til fulls, fyrr en starfsemi hans verður öll undir einu þaki en hann starfar enn á þremur stöðum.
Hér má lesa ræðu, sem ég flutti við setningu skólans.
Í dag ritaði ég pistil hér á síðuna um spurningalista ESB. Einkennilegt er, ef þess er krafist, að honum skuli svarað á ensku. Ég spyr: Er íslenska ekki lengur mál íslensku stjórnsýslunnar? Verða svörin ekki birt á íslensku á vefsíðu utanríkisráðuneytisins?