Laugardagur, 29. 08. 09.
Einkennilegt er, að heyra Steingrím J. Sigfússon endurtaka frasann „til heimabrúks“. Þetta sagði hann einnig eftir símtal hollenska utanríkisráðherrans til Össurar Skarphéðinssonar, þar sem hann hafði í hótunum vegna Icesave fyrir ráðherrafund ESB um aðildarumsókn Íslands. Símtalið átti að vera til heimabrúks í Hollandi, þótt annað kæmi í ljós.
Steingrímur J. veit líklega stjórmálamanna best, hvað í frasanum felst, því að eins og kunnugt er hefur hann kynnt margt til heimabrúks gagnvart kjósendum vinstri-grænna en síðan sagt allt annað, eftir að hann náði því að verða ráðherra. Tvöfeldni hans er einstök í íslenskum stjórnmálum og þótt víðar væri leitað.
Bjarni Benediktsson leitar lausna á stjórnmálavettvangi á allt annan veg en Steingrímur J. gerir. Bjarni færir skýr rök fyrir afstöðu sinni og dregur ályktanir á grundvelli þeirra. Steingrímur J. slær hann hvorki út af laginu með innantómum og yfirlætisfullum frösum né formælingum í garð Sjálfstæðisflokksins. Frasar og formælingar eru helstu vopnin í búri Steingríms J. en þau verða sífellt bitminni.
Hér er svo orðið hrím í nútíma ensku:
A.Word.A.Day
with Anu Garg
rimy
PRONUNCIATION:
MEANING:
adjective: Covered with frost; frostlike.
ETYMOLOGY:
From rime (frost), from Old English hrim