Sunnudagur, 23. 08. 09.
Frá því að Reykjavíkurborg kallaði lögreglu til náins samstarfs um mannfjöldastjórn á menningarnótt hefur umferð verið greiðari en áður og engin stórvandræði orðið. Sannar þetta enn, að gott skipulag af hálfu lögreglu skilar góðum árangri. Einnig hefur komið í ljós, að greining lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu leiddi til þess, að upprætt var pólskt þjófagengi og síðan hafa ekki verið fréttir af innbrotum á svæði lögreglunnar.
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið, að sparnaður lögreglu skuli verða 10% við gerð fjárlaga ársins 2010, 7% í menntakerfinu og 5% í félagslega- og heilbrigðiskerfinu. Auðvelt er að færa fyrir því rök, að skipa eigi lögreglu og menntakerfi á sama bás við þessar ákvarðanir. Fjármálaráðuneytið hefur áður fallist á slíka skipan.