13.8.2009

Fimmtudagur, 13. 08. 09.

Loks kom að því, að Jóhanna Sigurðardóttir lét í sér heyra vegna Icesave á erlendum vettvangi, en grein eftir hana birtist á vefsíðu The Financial Times (FT) í dag. Þar segir meðal annars:

„The FT has reported how the Dutch opposed the IMF lending to Iceland in order to enforce their demands on Icesave, claiming the UK and Germany as allies. The perception is that Treasury officials in the UK and the Netherlands used their bargaining power against a much weaker party when the Icesave deal, now being debated in the Icelandic parliament, was struck.

Í FT hefur verið lýst, hvernig Hollendingar beittu sér gegn láni AGS til Íslendinga til að knýja fram kröfur sínar vegna Icesave, að sögn með aðstoð Breta og Þjóðverja. Álitið er, að embættismenn breska og hollenska fjármálaráðuneytisins hafi beitt ofríki í samningaviðræðum við mun veikari viðmælanda, þegar Icesave-samningurinn, sem nú er til umræðu á alþingi, var gerður.

This has made it difficult for Iceland's government to convince the parliament and Icelanders that an agreement on Icesave accounts with the UK and the Netherlands is un-avoidable. Parliament is looking into ways to attach conditions to the state guarantee to ensure the economic survival and sovereignty of Iceland. Here we need to stress the mutual interest of all three nations in Iceland's capacity to fulfil its debt obligation.

Vegna þessa hefur reynst erfitt fyrir ríkisstjórn Ísland að sannfæra þinhmenn og Íslendinga um, að óhjákvæmilegt sé að gera samning um Icesave-reikningana við ríkisstjórnir Bretlands og Hollands. Þingmenn eru að skoða leiðir til að setja skilyrði fyrir ríkisábyrgð til að tryggja, að efnahagur þjóðarinnar lifi samninginn og hann vegi ekki gegn fullveldi hennar. Í þessu tilliti þurfum við að leggja áherslu á gagnkvæma hagsmuni allra þriggja ríkjanna af því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar.“

Frá mínum bæjardyrum séð er ekki nægilega fast að orði kveðið í grein Jóhönnu. Hún gefur ekki rétta lýsingu á hinni miklu reiði hér og kröfunni um, að viðræður verði teknar upp að nýju. Kröfu, sem vex fylgi með hverjum degi, sem líður. Þá var ekki traustvekjandi að hlusta á Jóhönnum í sjónvarpsfréttum í kvöld, þegar hún lét eins og samkomulag væri að nást milli allra flokka um eitthvað, sem leiddi ekki til þess, að hefja þyrfti nýjar viðræður. (Innan sviga lýsi ég undrun á því, að í grein Jóhönnu er sagt, að hér hafi verið kosið til þings í maí. Það var gert 25. apríl.)