24.7.2009

Föstudagur, 24. 07. 09.

Norðanvindurinn var svalari í Fljótshlíðinni í gær en í dag. Sagt var í fréttum, að síðustu nótt hefði hiti farið niður fyrir frostmark á Hellu. Er það óþekkt, frá því að mælingar hófust. Einnig fraus hjá kartöflubændum í Þykkvabænum.

Stríði mínu við túnrollurnar er ekki lokið. Mér hefur tekist að fækka þeim en ekki útiloka með öllu. Þær, sem enn komast á bannsvæðið, skríða undir vírinn, þar sem mér hefur ekki enn tekist að loka. Þeim stöðum fækkar jafnt og þétt.