29.6.2009

Mánudagur, 29. 06. 09.

 

 

Skálholtskvartettinn æfði í les Murs en Schröder-hjónin hafa breytt gamalli hlöðu í æfinga- og tónleikasal.

Ég sat við lestur í skugga trjánna í um 30 stiga hita. Lauk við bókina Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen og skrifaði síðan um hana umsögn. Jón dregur ályktanir, án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Í umsögninni krefst ég , að hann leiðrétti missögn um mig.  Án leiðréttingar og afsökunar, er næsta skref að leita til dómstóla.

Þá las ég bókina Nótt eftir friðar Nóbelsverðlaunahafann  Elie Wiesel, sem bjargaðist úr helbúðum nasista í Auswitz og Buchenwald í síðari heimsstyrjöldinni. Hef ég farið um báðar þessar útrýmingarbúðir. Þar má sjá umgjörð hinnar óskaplegu grimmdar, sem Wiesel lýsir. Stefán Einar Stefánsson þýðir bókina . Textinn er áhrifamikill í einfaldleika sínum. Athygli lesandans hverfur aldrei frá reynslu unglings af helförinni. Bókafélagðið Ugla gaf Nóttina út fyrr á þessu ári. Hún ætti að vera skylduefni allra ungmenna.