26.6.2009

Föstudagur, 26. 06. 09.

Dómkirkjan í Chartres er einstök - byggingin sjálf og gluggarnir eiga ekki sinn líka.

Áður en ég heimsótti borgina að þessu sinni las ég bókina Universe of Stone eftir Philip Ball. Kirkjan endurspeglar viðleitni fyrir 800 árum til að móta guðsríki á jörðu. Hún er skref í þróun manna til að skýra sjálfir og móta umgörð um eigin heim með virðingu fyrir Maríu guðsmóður og syni hennar, en kirkjan er helguð Maríu.

Föstudaga frá apríl til október eru kirkjustólar fjarlægðir af völdundarhúsi í hluta kirkjuskipsins. Allan daginn gengur fólk berfætt á köldum marmara um völdundarhúsið, lífsleiðina. Gangan hefur greinilega mikil áhrif á marga. Í lok hennar skipar fólk sér í hring í kjarna völdunarhússins og tekur höndum saman í bæn.