3.6.2009

Miðvikudagur 03. 06. 09.

Arnljótur Arnarson bloggar 3. júní:

„Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína:

 ”Dalai Lama kemur til Íslands í dag og ég les í vefmiðlum, að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né aðrir ráðherrar ætli að hitta hann. Hvað veldur? Ótti við kínverska sendiráðið? “

Björn Bjarnason Falun Gong, hvað!!!!!  voru þið davíð hræddir við kínverjana.

Get svo alveg verið sammála um að ráðamenn hefðu átt að taka vel á móti honum og ræða við hann.  Ég get líka skilið stjórnvöld að sumu leiti í þrengingum okkar.

Það er alveg ótrúlegt hvað stjórnmálamenn geta verið ósamkvæmir sjálfum sér. “

Ég veit ekki hvaðan Arnljótur hefur, að ég hafi hræðst Kínverja vegna falun gong vorið 2002. Hér er um hreina ímyndun Arnljóts að ræða, því að ég gagnrýndi íslensk stjórnvöld á þeim tíma hér á síðu minni, þótt falun gong eigi enga samúð mína vegna hinnar einkennilegu hugmyndafræði, sem þar býr að baki. Gagnrýni Arnljóts missir marks.

Hitabylgjunni er lokið í London. Í dag skoðaði ég British Museum. Ég mæli með þjónustu London Walks en henni má kynnast á netinu.