25.5.2009

Mánudagur, 25. 05. 09.

Fjölmenni var í Valhöll í dag, þar sem boðið var til kaffisamsætis til að minnast 80 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins.

Á alþingi gaf Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, skýrslu um efnahagsmál að ósk sjálfstæðismanna. Ljóst er af frásögnum fjölmiðla, að ríkisstjórnin er enn í sömu sporum og 1. febrúar, enn er talað á þann veg af hálfu ráðherra, að nauðsynlegt sé að gera eitthvað, án þess að fyrir liggi, hvað það er. Steingrímur J. Sigfússon talaði um „úrslitaslag“ þjóðarinnar og hann sagði einnig: „best að horfast í augu við það“ og mátti skilja þau orð hans á þann veg, að nú ætlaði hann  einmitt að fara að gera það, en halli á ríkissjóði hefði hækkað um 20 milljarði króna á þessu ári miðað við fyrri áætlun.

Gunnlaugur Júlíusson, langhlaupari og hagfræðingur, hafði forystu meðal þeirra, sem luku 48 klukkutíma hlaupi á Borgundarhólmi í gær. Það eitt er mikið afrek að taka sér þetta fyrir hendur (eða fætur) og óska ég Gunnlaugi innilega til hamingju með glæsilegan árangur