23.5.2009

Laugardagur, 23. 05. 09.

Qi gong dagar Aflsins í Skálholti héldu áfram í dag. Auk þess að stunda æfingar fórum við um staðinn undir fróðlegri leiðsögn Kristins Ólasonar, rektors Skálholtsskóla.

Aðbúnaður hér í Skálholti til að efna til daga eins og þessara er einstakur. Séra Axel Árnason, prestur á Stóra Núpi, var með okkur síðdegis og lýsti sinni sýn á qi gong.