19.5.2009

Þriðjudagur, 19. 05. 09.

Í morgun fór ég í Álftamýrarskóla og hitti 10. bekkinga og kennara þeirra og sagði þeim frá grunnþáttum qi gong auk þess að taka nokkrar æfingar með þeim í góða veðrinu.

Klukkan 17.00 var efnt til aðalfundar Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Jón Hákon Magnússon, forstjóri, lét af formennsku SVS eftir margra ára farsælt starf og var ég kjörinn í hans stað. Ákveðið var að bæta orðunum „og alþjóðamál“ við heiti félagsins til árétta, að á vettvangi skyldi ræða alla þætti alþjóðamála en ekki aðeins þá, sem lúta sérstaklega að þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO).