10.5.2009

Sunnudagur, 10. 05. 09.

Nýrri ríkisstjórn fylgja góðar óskir við erfiðar aðstæður.

Ákveðið hefur verið að flytja efnahagsmál frá Jóhönnu Sigurðardóttur til Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra. Fiskveiðistjórnarkerfið verður sett í uppnám með ríkisvæðingu. Utanríkisráðherra leggur fram tillögu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Lækka á laun útvarpsstjóra og forstjóra Íbúðarlánasjóðs.

Tveir utanþingsmenn sitja áfram í ríkisstjórn til að auðvelda fækkun í stjórninni nái áform um sameiningu ráðuneyta.

Engin skýr svör eru í sáttmála stjórnarinnar um fjármál ríkisins eða endurreisn bankakerfsins. Evrópustefnan nær ekki fram nema með liðsinni stjórnarandstöðunnar.

Ríkisstjórnin stendur því miður á veikum málefnalegum grunni. Óvíst er um burði hennar til að taka á brýnum vanda þjóðarinnar.