29.1.2009 10:06

Fimmtudagur, 29. 01. 09.

Guðfinnur Sigurvinsson tók við mig viðtal fyrir Kastljós en jafnframt kom fram, að það yrði varðveitt í heild heimildasafni RÚV um ríkisstjórnir og stjórnmál.

Í fréttum sjónvarps var þetta hafst eftir mér úr samtali okkar Guðfinns:

„Ég hef líka sagt að Fjármálaeftirlitið hér finnst mér starfa fyrir of luktum dyrum. Það er ekki vansalaust að menn hafi það á tilfinningunni að það sé miklu meira á bakvið eitthvað heldur en af er látið og varla getur hvílt ennþá bankaleynd á einhverjum atburðum sem gerðust og leiddu til þess að íslenska þjóðin er í þeirri stöðu sem  hún er í núna. Og hver eru varnaðaráhrifin af því að að menn geti í samtölum við Fjármálaeftirlitið og niðurstöðum þar borgað einhverjar sektir án þess að það spyrjist nokkurn tímann út að það hafi einu sinni þótt tilefni til að sekta þá?“

Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman klukkan 15.00.

Síðdegis buðum við Rut samstarfsfólki í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu heim til okkar í kveðjuskyni.