18.1.2009 20:44

Sunnudagur, 18. 01. 09.

Var í hádeginu í Silfri Egils og ræddi um bókina mína, sérstakan saksóknara og lögregluna með meiru. Hér er útskrift af samtali okkar Egils Helgasonar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins eftir keppni við Höskuld Þórhallsson í seinni umferð formannskjörs. Páll Magnússon féll út í fyrri umferðinni, sem kom mér ekki á óvart, hann var ákafasti talsmaður Evrópusambandsaðildar meðal frambjóðanda, Sigmundur Davíð sagðist hafa sett inn nei-skilyrðin á ályktun fundarins um ESB. Ýmsar yfirlýsingar Páls í kosningabaráttunni voru einnig furðulegar - hin síðasta, að formaður flokksins ætti að sækjast eftir að verða forseti alþingis var alveg út í hött - forseti þingsins á að gæta þess að vera ekki flokkspólitískur við stjórn sína á þinginu.

Siv Friðleifsdóttir tapaði fyrir Birki Jóni Jónssyni í varaformannskjörinu. Það kom mér meira á óvart en niðurstaðan í formannskjörinu.

Ég ritaði í dag pistil um verkefni í utanríkismálum, sem mér þykir brýnni og meira virði fyrir okkur en aðild að Evrópusambandinu.