Föstudagur, 16. 01. 09.
Ég vek athygli á því, að inn á vefsíðuna eru komnar útskriftir af tveimur útvarpsviðtölum við mig í gær á morgunvakt rásar 1 og í síðdegisútvarpi Bylgjunnar.
Framsóknarflokkurinn hóf flokksþing sitt í dag með ræðu Valgerðar Sverrisdóttur, fráfarandi formanns flokksins. Hún sagði flokkinn hafa verið í stjórnarforystu við upphaf vegferðar inn í evrópska efnahagssvæðið 1989 en lét þess ógetið, að enginn þingmanna flokksins greiddi atkvæði með EES-samningnum, nokkrir þeirra voru á móti samningnum. Þá taldi hún, að íslenskur landbúnaður gæti blómstrað innan Evrópusambandsins. Bændaforystan er allt annarrar skoðunar.