15.1.2009 19:15

Fimmtudagur, 15. 01. 09.

Klukkan 07.30 var ég í Efstaleiti og fór í samtal á Morgunvaktinni hjá Önnur Kristínu Jónsdóttur og Kristjáni Sigurjónssyni um Evrópumál og má sjá útskrift af viðtalinu hér.

Hin öfluga net-bóksala Andríkis hefur tekið bók mína Hvað er Íslandi fyrir bestu? til sölu eins og hér má sjá. Færi ég þeim Andríkismönnum þakkir fyrir framtakið, Bókafélagið Ugla er útgefandi bókarinnar.

Þröstur Helgason ritar grein um landsfund Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðið í morgun og lætur eins og hann skipti engu og því síður umræður á honum um Evrópusambandið. Undrast Þröstur á því, að menn hafi almennt áhuga á þessu og fjargviðrast í garð Sjálfstæðisflokksins þess vegna. Hið einkennilega er, að sjálfstæðismenn hafa ekki gert annað en flýta fundi sínum og ákveðið að ræða Evrópumál. Það eru hins vegar álitsgjafar, fjölmiðlamenn og samfylkingarfólk, sem hefur vakið mesta athygli á fundinum og gert mest veður út af því, hvaða ákvörðun verður þar tekin í Evrópumálum. Grein Þrastar varð mér tilefni til að rita pistil á vefsíðuna www.amx.is og má lesa hann hér.

Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við mig í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og má lesa útskrift af samtali okkar hér.