2.1.2009 18:31

Föstudagur, 02. 01. 09.

Í nýjasta hefti The Economist er sérstakur blaðauki um málefni hafsins og þar er íslenska fiksveiðistjórnunarkerfið tekið til marks um góða nýtingu sjávarauðlinda og dregin upp sú mynd, að það sé algjör andstaða við ömurlegt kerfi Evrópusambandsins. Greinin sýnir enn og aftur hvílíkt djúp er á milli auðlindastefnu Íslands og Evrópusambandsins - en stefna sambandsins gildir að sjálfsögðu innan þess.