1.1.2009 15:16

Fimmtudagur, 01. 01. 09.

Gleðilegt ár!

Sjónvarpið sýndi í kvöld frá síðustu prédikun Sigurbjörns Einarssonar biskups í Reykholti 27. júlí 2008. Við Gunnar Eyjólfsson, stórleikari, qi gong meistari og vinur minn. vorum í messunni. Gunnar er katólskur og á sjónvarpsmyndinni sést, þegar þeir biskupinn og Gunnar eru að skiptast á skoðunum um konverteringu lúterskra klerka til katólsku yfir fangið á mér. Ég er veikur fyrir katólskunni, þótt ekki hafi ég konverterað.

Mér þótti gaman að fara með barnabörn mín til Karmelnunna í Hafnarfirði um jólin og sýna þeim jötuskreytinguna í klausturkirkjunni og hitta systir Agnesi - á Péturstorginu í Róm er stærsta jötuskreyting, sem ég hef séð. Börnunum þótti forvitnilegt að koma í klaustrið og spurðu mig margra spurninga af því tilefni.