Föstudagur, 31.10. 08.
Málþingi CSIS lauk hér í Washington DC um hádegisbilið eftir umræður um stöðu Rússlands og gasflutninga landleiðina til Evrópu.
Rússar glíma við mikla efnahagserfiðleika auk þess sem framleiðsla þeirra á olíu og gasi er að dragast saman, meðal annars vegna þess að ekki hefur verið fjarfest í endurnýjun eða vinnslu á nýjum slóðum.
Heimferðin hefst síðdegis með flugi til Boston og þaðan heim í kvöld.
Látið er í veðri vaka, að nýtt líf hafi færst í kosningabaráttu Johns McCains og fleira ungt fólk lýsi yfir stuðningi við hann af ótta við skattahækkanastefnu Baracks Obama.