Þriðjudagur, 28.10.08.
Tveir þingmenn spurðu mig um hið sama í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi, það er dóm hæstaréttar frá 23. október um bann við áfengisauglýsingum. Ég taldi dóminn mikilvæga túlkun á 20. gr. áfengislaga og hann mundi auðvelda ákæurvaldinu að bregðast við gegn þessum auglýsingum.
Klukkan 17.05 flaug ég af stað til New York og þaðan til Washington DC, þar var ég kominn inn á hótel rétt fyrir 01.00 að staðartíma eða 05.00 að íslenskum tíma. Nú er það af, sem áður var, að flogið var til Baltimore vegna funda í Washington og komið þangað um kvöldmatarleyti að tíma heimamanna.