17.10.2008 18:50

Föstudagur, 17. 10. 08.

Lagadeild Háskóla Íslands hélt hátíðarmálþing í dag í tilefni af 100 ára afmæli lagakennslu í landinu. Ég flutti þar ávarp og ræddi meðal annars vanda okkar vegna bankavandans og hvernig ég teldi hann sneri að lögfræðingum.

Síðdegis ræddi ég málið við þá Þorgeir og Kristófer í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er tekið þau sjónarmið, sem ég setti fram í þingræðu sl. miðvikudag.

Fréttir bárust í dag um, að Ísland hefði ekki náð kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Tyrkir fengu 151 atkv., Austurríki 133 atkv. og 87 atkv. Ég taldi á sínum tíma rétt, að tekið yrði þátt í þessari kosningabaráttu, því að það væri eins og að þjálfa fyrir Ólympíuleikana. Væntanlega verður skrifuð skýrsla um málið, svo að unnt sé að draga af því lærdóm.

Sérfræðingar Europol - Evrópulögreglunnar - sögðu á blaðamannafundi, að afmetamínverksmiðjan, sem lögregla lokaði í gær, sé hin fullkomnasta, sem þeir hefðu séð, og framleiðslan hefði áreiðanlega verið ætluð til útflutnings.

Á vefsíðu BBC News er rætt um fjármálavanda Ungverja og beiðni þeirra um aðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þeir telja illkvittni sé þeim líkt við Íslendinga eins og hér má sjá:

„Portfolio quality is deteriorating and will continue to deteriorate but banks are working with a fairly significant profit margin which provides a nice buffer,“ Peter Felcsuti, chairman of the Hungarian Banking Association, said in an interview to Reuters.

Mr Felcsuti rejected the idea that Hungary would see the same fate as Iceland, whose government seized control of all three of the nation's leading banks recently.

„A comparison with Iceland is unjust and possibly even malicious. There are few if any similarities," said Mr Felcsuti.“