Sunnudagur, 12. 10. 08.
Matthew D'Ancona, ritstjóri The Spectator, ritar um bankakreppuna og stríð Gordons Browns í The Sunday Telegraph í dag og segir meðal annars:
„The faintly ludicrous confrontation with Iceland and Brown's use of anti-terrorist legislation to seize Icelandic assets reminds me of the Robert De Niro movie Wag The Dog, in which a ruthless spin doctor confects a war with Albania to distract attention from the US President's political troubles "What difference does it make if it's true? If it's a story and it breaks, they're gonna run with it," says De Niro's character.“
Í The New York Times í dag er sagt frá því, að Íslendingar bjóði pönnukökur með sultu og rjóma í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á lokadögum baráttunnar um sæti í öryggisráðinu.
Egill Helgason tók snarpt viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson í Silfri Egils í dag. Egill sætir ámæli fyrir framgöngu sína en ver sig á visir.is með því að hafa reiðst fyrir hönd þjóðarinnar, hvorki meira né minna.
Þegar horft er á viðtalið, vaknar sú spurning, hvort hafði meiri áhrif á stöðu Baugs, sem riðar nú falls að sögn Jóns Ásgeirs, gjaldþrot Lehman brothers í Bandaríkjunum eða Glitnis. Jón Ásgeir vísaði í þessi gjaldþrot til skiptis í samtalinu. Þá sagðist hann ekki geta sagt, hverjar skuldir Baugs væru, af því að hann vissi ekki, hvert gengi íslensku króunnar væri. Skrýtið, að Egill skyldi ekki biðja Jón Ásgeir að nota aðra mynt til að lýsa skuldastöðunni.
Á vefsíðunni T24 segir, að Sir Philip Green vilji kaupa eignir Baugs með 240 milljarða króna afslætti.