27.9.2008 16:14

Laugardagur, 27. 09. 08.

Ég óska Gunnlaugi Júlíussyni til hamingju með að hafa lokið ofurhlaupinu. Í raun virðist ofurmannlegt að geta staðist þessa áraun en sýnir, hve þjálfun, úthald og sálarstyrkur skipta miklu. Fyrr í sumar vann Benedikt Hjartarson það afrek að synda yfir Ermarsund. Við höfum því eignast tvo ofurmannlega afreksmenn á þessu sumri. Til hamingju!

Í dag birti Morgunblaðið stutta athugasemd eftir mig sem svar við Staksteinum blaðsins í gær.

Ég fagna leiðara Morgunblaðsins í dag, þar sem tekið er undir það sjónarmið, að til lítils sé að tala um hreyfingu á starfsliði hjá ríkinu, ef ekki megi hrófla við neinu.

Reynir Traustason, ritstjóri DV, óskaði eftir því, að ég færði rök fyrir máli mínu ella bæði hann og blað hans afsökunar. Rök mín er að finna hér.