26.9.2008 22:03

Föstudagur, 26. 09. 08.

Ég vil þakka mjög góð viðbrögð og kveðjur frá mörgum vegna Kastljóss í gærkvöldi, þar sem ég svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar í tilefni af því að Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur ákveðið að biðjast lausnar.

Í pistli, sem ég ritaði á síðuna mína í dag, vík að þætti þessa máls og þeim furðulega áburði DV, að lausnarbeiðni Jóhanns eigi upptök sín í einhverju atviki á Keflavíkurflugvelli í ágúst 2002 og ég hafi átt þar hlut að máli sem dómsmálaráðherra, þótt ég hafi ekki tekið við því embætti fyrr en að loknum kosningum 2003. 

Þessi fréttaflutningur og sögutúlkun DV  er í góðu samræmi við margt annað, sem sagt hefur verið opinberlega vegna brottfarar Jóhanns og náinna samstarfsmanna hans. Er þar ekki allt sem sýnist.