Sunnudagur, 31. 08. 08.
Veðurblíðan hélt áfram í Kaupmannahöfn í dag, rúmlega 20 stiga hiti og sól.
Fórum kl. 11.00 í Ny Calsberg Glyptotek hlustuðum á Sjællands Strygekvartet flytja tvo kvartetta Beethovens við mikla hrifningu. Umgjörð tónleikanna er einstök. Þar til fyrir nokkrum árum var íslenska sendiráið á Dantes Plads beint á móti Glyptotekinu.
Síðdegis gengum við um Tivolí og hittum þar fyrir framan látbragðsleikhúsið hjónin Æsu Bjarnadóttur og Sverri Jakobsson auk bróður Sverris, Ármann.
Sáum síðan verðlaunamyndina The Visitor, sem snýst meðal annars um málefni útlendinga í Bandaríkjunum. Hún er gerð af sömu naumhyggju og til dæmis Das Leben der Anderen. Engu er þröngvað upp á áhorfandann en allt sagt, sem segja þarf, til að skapa mikla dýpt.