25.8.2008 20:38

Mánudagur, 25. 08. 08.

Flugum kl. 07.45 til Kaupmannahafnar og þaðan klukkan 14,15 til Berlínar, þar sem lent var um 15.15. Búum nálægt Friedrichstrasse, Unter den Linden og Checkpoint Charlie, en þangað gengum við fyrir kvöldverð.

Austurhluti Berlínar er óþekkjanlegur frá því áður en múrinn hvarf. Friedrichstrasse er nú iðandi verslunargata, þar sem 250 milljón króna bílar eru til sýnis í gluggum. Frá Unter den Linden mátti sjá innpakkaðan Volkswagen bíl í verslunarglugga. Það er líklega nýi bíllinn, sem á að afhjúpa á Íslandi að viðstöddum 1500 blaðamönnum.