21.8.2008 18:49

Fimmtudagur, 21. 08. 08.

Ég óska Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innilega til hamingju með að verða orðin borgarstjóri. Hún hefur alla burði til að hefja embættið til nýrrar virðingar eftir hrakfarir þess undanfarin misseri.

Klukkan 16.00 var ég í flugskýli Landhelgisgæslu Íslands á Reykjavíkurflugvelli og hitti þar bandaríska strandgæslumenn á Herkúles-flugvél, sem æfðu með starfsmönnum landhelgisgæslunnar björgun á farþegaskipi með um 2000 farþega í nauðum statt tæpar 600 mílur fyrir suðvestan Ísland, þar er nærri strönd Grænlands. Fokker-vél gæslunnar tók þátt í æfingunni með bækistöð í Narsarsuaq í Grænlandi. Efingin heppnaðist mjög vel.