14.8.2008 15:07

Fimmtudagur, 14. 08. 08.

Í þann mund, sem ég er að ljúka við að pakka og slíta tölvusambandi hér í Fairbanks kl. 07.00 að morgni (15.00 á Íslandi) berast ákveðnari fréttir en áður um nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, það er með samstarfi sjálfstæðismanna og framsóknarmanna.

Eftir að ég kemst héðan og í farsímasamband verður auðveldara að fykgjast með atburðarásinni á ferðalaginu heim.

Ég óska fyrrverandi samstarfsmönnum mínum í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna allra heilla.

Ég var í fimm tíma á leiðinni til Minneapolis frá Fairbanks - 09.00 til 13.00 - en klukkan var orðin 17.00 í Minneapolis. Þar komst ég í farsímasamband og frétti, að Hanna Birna yrði næsti borgarstjóri en sjálfstæðismenn og Óskar Bergsson framsóknarmaður ætluðu að mynda meirihluta.

Icelandair var í annarri flugstöðvarbyggingu en NorthWest og fór ég með neðanjarðarlest á milli bygginganna. Vélin hélt af stað á áætlun 19.20 og lentum við í Keflavík um kl. 06.30.