12.8.2008 17:38

Þriðjudagur, 12. 08. 08.

Þingmannaráðstefnan um Norðurheimskautið hófst um hádegi í háskólanum í Fairbanks. Auk okkar ferðafélaganna bættist Gunnar Svavarsson þingmaður í hópinn ásamt Hrönn Ásgeirsdóttur, eiginkonu sinni. Síðar um daginn kom síðan Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, sem flytur hér ræðu.

Ég flutti ræðu síðdegis og ræddi þar um borgaraleg viðfangsefni við gæslu öryggis á N-Atlantshafi.

Kvöldverður var borinn fram á fljótabáti.

Það kemur okkur Íslendingunum á óvart, að við getum ekki náð sambandi í gegnum farsíma. Þessi þjónusta er ekki boði fyrir viðskiptavini íslenskra símafyrirtækja.