10.8.2008 10:42

Sunnudagur, 10. 08. 08.

Flaug kl. 16.35 með Icelandair til Minneapolis. Veðrið var bjart og fagurt þegar við komum inn yfir austurströnd Grænlands og sáum jöklanna renna í sjó fram og jakana fljóta í heiðbláu hafinu.

Klukkan var um 19.00 á amerískan tíma, þegar við komum á flugvallarhótelið til gistingar, áður en lagt yrði í næsta áfanga til Fairbanks í Alaska. Ég er með hópi þingmanna og starfsmanna alþingis á leið á aðalfund þingmannasambands heimskautaráðsins.