8.8.2008 1:18

Föstudagur, 08. 08. 08.

Sá endursýningu á hluta setningarhátíðar Ólympíuleikanna í Peking, sem hófst 08.08.08.08.08.08 að þeirra tíma og einkenndist af sögu Kína, fólki og kúnstum þess - meðal annars tjai tsjí, næsta bæ við qi gong, en ekkert af atriðum þúsundanna á leikvanginum hefði gengið án qi gong aga.

Ég óska Kínverjum til hamingju með fyrsta daginn. Sjálfsagt er, að Þorgerður Katrín sé þar sem ráðherra íþróttamála.

Kjörorð leikanna er: Einn heimur, einn draumur.